Framtalsfrestur einstaklinga er 1.-12. mars n.k
Vegna sóttvarnarráðstafana verður ekki boðið upp á framtalsaðstoð í afgreiðslum Skattsins en þess í stað verður boðið upp á að panta símtal og fá aðstoð við að skila í gegnum síma.
Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is, og má nú finna einfaldar leiðbeiningar á fimm tungumálum, íslensku, ensku, spænsku, pólsku og litháísku.
Sjá tilkynningu um opnun fyrir skil á skattframtali einstaklinga:
Opnar fyrir skil á skattframtali einstaklinga 1. mars | Fréttir og tilkynningar | Skatturinn – skattar og gjöld
Kveðja,
Skatturinn