Kæru íbúar
Í upphafi vil ég byrja á því að þakka ykkur fyrir þolinmæði, seiglu og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid 19.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi laugardaginn 31. október.
Sömu reglur munu gilda um allt land.
Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður.
Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis.
Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember.
Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.
Samkvæmt skóladagatali mæta nemendur ekki í Flóaskóla á mánudag og þriðjudag.
Skólinn mun senda fyrirmæli til foreldra og nemenda um breytingar á grundvelli hertra sóttvarnarráðstafana eftir helgina.
Ég óska ykkur góðrar helgar og bið ykkur að gera ykkar besta til þess að njóta heimavistar og hreyfingar í fallegu umhverfi í nágrenni heimila ykkar.
Sveitarstjóri Flóahrepps