Nú hefur heilbrigðisráðherra birt nýja reglugerð, sem tekur við af núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Reglugerðin tekur gildi 7. september og gildir í 3 vikur eða til og með 27. september.
Helsta breytingin er að nálægðartakmörkun verður frá og með mánudegi 1 metri í stað 2 metra og fjöldatakmörkun verður 200 einstaklingar í stað 100.
Jafnframt miðast hámarksfjöldi í sund og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum við 75% um hámarks gesta samkvæmt starfsleyfi.
Verið er að uppfæra leiðbeiningar og annað í ljósi þessara breytinga.