Járnagámar og timburgámar verða staðsettir á 2 stöðum í Flóahreppi þessa viku vegna hreinsunarátaks. Allur annar úrgangur verður að fara á móttökustöð íslenska Gámafélagsins við Hrísmýri, utan við Selfoss.
Staðsetningar eru við Heiðargerði og á hlaðinu við Hófgerði, heima hjá umsjónarmanni fasteigna. Athugið að losun er óheimil eftir klukkan 20. á kvöldin. Svæðin eru vöktuð.