Ferðamálastofa býður í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunnar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Í ljósi aðstæðna munu námskeiðin vera fjarnámskeið 25. mars og 16. apríl. Frekari upplýsingar má lesa í viðhengi.
ferdamalastofa_stafraen_fraedsla_og_merkadssetning_sudurland
Inga Rós Antoníusdóttir veitir allar frekari upplýsingar og tekur við skráningum (nafn einstaklings, nafn fyrirtækis, kennitala fyrirtækis og netfang) á ingaros@ferdamalastofa.is