Áríðandi tilkynning til íbúa í Flóahreppi og starfsmanna Flóahrepps
Í ljósi þess að veðurspá er mjög slæm fyrir þetta svæði verða allar starfsstöðvar Flóahrepps lokaðar á morgun föstudaginn 14. febrúar 2020.
Einnig er bent á að mikilvægi þess að huga að því að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir.
Bent er á netfang sveitarfélagsins floahreppur@floahreppur.is og farsíma sveitarstjóra 846 1695 vegna erinda sem þarfnast afgreiðslu.
Ath. Landsnet hefur einnig sent frá sér tilkynningu um mögulegar truflanir á afhendingu rafmagns vegna veðurofsa.
Sveitarstjóri Flóahrepps