Guðsþjónusta verður í Hraungerðiskirkju, sunnudaginn 10. nóvember kl. 13.30.
Að lokinni messu verður efnt til kaffisamsætis í Félagsheimilinu Þingborg, svokallað Pálínuboð, þar sem kirkjugestir koma með bakkelsi með sér á sameiginlegt hlaðborð.
Sóknarnefndir Villingaholtskirkju og Hraungerðiskirkju ætla að kveðja og þakka Inga Heiðmari Jónssyni fyrir hans góða starf sem organisti við kirkjurnar í fjölmörg ár.
Einnig mun sóknarnefnd Hraungerðiskirkju kveðja og þakka Guðmundi og Guðrúnu í Hraungerði, en þau hafa einnig látið af störfum við kirkjuna eftir áratuga starf.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Sóknarnefndir Hraungerðis- og Villingaholtskirkna