Frá Hraungerðis og Villingaholtskirkjum
Kæru sveitungar. Eins og mörgum er kunnugt, þá hætti Ingi Heiðmar Jónsson sem organisti við kirkjurnar 1. ágúst s.l. Hann var búinn að vera organisti í fjölmörg ár og þökkum við honum af alhug fyrir hans góða starf alla tíð.
En maður kemur í manns stað og hefur Guðmundur Eiríksson verið ráðinn organisti við kirkjurnar. Hann hefur spilað við kirkjurnar í forföllum Heiðmars síðast liðin ár og er þvi kórfólki og prestum vel kunnugur. Kóræfingar verða eins og áður á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 í Þingborg. Fyrsta æfing vetrarins verður þriðjudagskvöldið 1. október kl. 20.00. Fastur kjarni hefur verið í kirkjukórnum mörg síðast liðin ár, en laus eru pláss í öllum röddum og vonumst við til að sjá nýja kórfélaga á fyrstu æfingum vetrarins.