Góð gjöf barst leikskólanum Krakkaborg á degi leikskólans 6.febrúar. Guðbjörg Hólm Þorkelsdóttir veitti viðtöku gjafabréfi upp á krónur 80.000 frá kvenfélagi Villingaholtshrepps. Sólveig þórðardóttir formaður og Fanney Ólafsdóttir afhentu gjöfina fyrir hönd kvenfélagsins.