Íþróttastarf Ungmennafélagsins Þjótanda veturinn 2018-2019.
Æfingar hjá yngstu nemendunum, í 1.– 3. bekk, verða eins og síðustu ár í
samstarfi við og innan stundatöflu Flóaskóla. Þær verða á föstudögum frá
klukkan 12.10 – 13:30. Æfingarnar verða fyrst um sinn haldnar á
íþróttasvæðinu við Þjórsárver. Þegar haustar færast æfingarnar inn.
Æfingar fyrir nemendur í 4.–6 . bekk verða haldnar í Þingborg á
miðvikudögum frá klukkan 14:30 – 15:30. Nemendum er boðið far með
þeim skólabílum sem fara framhjá Þingborg í sinni akstursleið strax eftir
skóla. Foreldrar sækja svo börnin í Þingborg að æfingu lokinni.
Æfingar fyrir nemendur í 7.-10. bekk verða í Þingborg á miðvikudögum
milli 16-17:30.
Þjálfari er Örvar Rafn Hlíðdal. Á íþróttaæfingum verða stundaðar
fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar í bland við leiki og frjálsar íþróttir.
Við leggjum mikla áherslu á frjálsar og ætlum okkur í a.m.k. eina hópferð á
frjálsíþróttamót í vetur.
Glímuæfingar verða í Félagslundi á þriðjudagskvöldum kl 20-21 og er fyrsta
æfingin 18. september. Þjálfarar verða Stefán Geirsson og Jón Gunnþór
Þorsteinsson.