Vinnuskóli Flóahrepps | Flóahreppur
2. ágúst, 2018

Vinnuskóli Flóahrepps

Í vinnuskóla Flóahrepps störfuðu í sumar 26 krakkar. Þau tóku þátt í starfinu frá tveimur og upp í 6 vikur hvert og eitt eftir aðstæðum. 7. bekkingar áttu kost á að vinna 2 vikur af tímabilinu. Krakkarnir ásamt flokkstjórum hafa unnið að fegrun og snyrtingu á lóðum og húsnæði sveitarfélagsins, göngustígum við Urriðafoss, kirkjugörðum og einkalóðum. Árni Geir og Ingveldur flokkstjórar eru mjög ánægð með hópinn sinn sem samanstendur af duglegum og áhugsömum krökkum sem hafa unnið vel saman. Góður andi ríkti meðal þeirra og þau luku vinnutörninni með sameiginlegri hátíð og gistinótt í Þjórsárveri. Bestu þakkir öll fyrir vel unnin störf.

Meðfylgjandi mynd tók Margrét Jónsdóttir af hluta hópsins við störf fyrir utan Gömlu Þingborg á fallegum degi.