Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Flóahreppi á Útivistarsvæði Ungmennafélagsins Þjótanda við Einbúa.
Oddviti Flóhrepps Árni Eiríksson veitti umhverfisverðlaun Flóahrepps á hátíðinni. Atvinnu-og umhverfisnefnd tilnefnir eitt lögbýli og eitt fyrirtæki ár hvert til verðlaunanna. Í ár fengu verðlaunin Elfa Kristinsdóttur og Jakob Viðar Ófeigsson Rimum 6, fyrir lögbýli og Ölvisholt brugghúss fyrir skemmtilega útfærslu á nýrri gestastofu. Flóahreppur óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenninguna.