29. júní, 2018

Myndlistarnámskeið – Teiknað í torfbæ

teiknaðitorfbæ5

Í gegnum virka þáttöku og frelsi til eigin uppgötvuna munum við nota aðferðir
og eiginleika myndlistar til að skoða náttúruna, öflin sem í henni búa, torfbæinn
og menningu fyrri tíma.
Á námskeiðinu nálgumst við viðfangsefnin út frá sjónarhorni myndlistar og
gefum rými fyrir tilraunamennsku, samræðu, leik og heimspekilegar
vangaveltur.
Markmið námskeiðisins er að nemandinn kynnist ólíkum aðferðum við
listsköpun, öðlist aukið öryggi og færni í teiknilist og lifandi áhuga á
nærumhverfi sínu og menningu.
Aðsetur íslenska bæjarins er að Austur –Meðalholtum í Flóahreppi, 60 km frá
miðbæ Reykjavíkur, 7 km fyrir sunnan Selfoss.

Námskeiðið er ætlað börnum frá 8 -12 ára og er fyrra námskeiðið frá 16-20 júlí
seinna námskeiðið frá 23-27. júlí

Kennt er frá klukkan 10 til 17 alla dagana.

Gert er ráð fyrir að börnin komi með nesti en boðið er upp á ávexti og síðdegishressingu.

Verð fyrir námskeið er 20.000 en boðið er upp á systkinaafslátt.

Með kærri kveðju

Kari Ósk