21. júní, 2018

17. júni í Flóahreppi

Umgmennafélagið Þjótandi ásamt félögum í kvenfélögunum í Flóahreppi stóðu fyrir hátíðarsamkomu á útivistarsvæði Þjótanda við Einbúa. Fánaberar komu ríðandi inn á svæðið en Berglind Björk Guðnadóttir setti samkomuna og stjórnaði kórsöng kirkjukórs Hraungerðis- og Villingaholtssókna. Árni Eiríksson oddiviti flutti hátíðarræðu og afhendi umhverfisverðlaun Flóahrepps árið 2018. Fjallkona Flóahrepps árið 2018 var Silja Rún Kjartansdóttir frá Gerðum.

Áður en forleg hátíðardagskrá hófst var haldið fótboltamót og á meðan var teymdu félagar í Þjótanda undir börnum á hestbaki.