7. maí, 2018

Samstarfssamningur Flóahrepps og Kvenfélags Villingaholtshrepps

Á 201 fundi sveitarstjórnar Flóahrepps var lagt fram erindi frá Sólveigu Þórðardóttur formanni Kvenfélags Villingaholtshrepps þar sem óskað er eftir því við Flóahrepp að gerður verði samningur um afhendingu eignarhluta Kvenfélagins í Þjórsárveri til Flóahrepps gegn endurgjaldslausum afnotum á félagsheimilum sveitarfélagsins fyrir menningar og félagsstarf. Samningurinn er sambærilegur þeim sem gerður var við Kvenfélag Hraungerðishrepps vegna félagsheimilanna.

Sólveig Þórðardóttir mætti til fundarins og undirritaði samninginn fyrir hönd Kvenfélags Villingaholtshrepps.