16. mars, 2018

Flóaljós – heimsóknir til íbúa

Til upplýsingar

Heimsóknir verkefnastjóra Flóaljóss Guðmundar Daníelssonar til íbúa í Flóahreppi hefjast mánudaginn 19. mars. Örlítil seinkun varð á þessum heimsóknum vegna óviðráðanlegra ástæðna en til þess að vinna upp tíma þá verður hann með 2 aðstoðarmenn þá Reyni Daníel Gunnarsson og Sævar Eiríksson.
Þeir munu skipta liði við að safna upplýsingum. Gert er ráð fyrir að hver þeirra nái að heimsækja um það bil 8 heimili á dag.

Sveitarstjóri Flóahrepps