Þorrablót í Þingborg 2018
Hið bráðskemmtilega þorrablót Umf. Þjótanda og
Skemmtinefndar Sandvíkurhrepps verður haldið í Þingborg
laugardaginn 3. febrúar nk. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald
hefst stundvíslega kl. 20:30.
Blótið hefst með því að bornar verða fram þjóðlegar kræsingar
eins og hver getur í sig látið. Þá verður slegið á létta strengi og
rifjuð upp ýmis afrek nýliðins árs. Hljómsveitin Viggó ætlar síðan
að skemmta dansþyrstum fram á nótt.
Miðapantanir berist í síðasta lagi sunnudaginn 28. janúar í
síma 867-3538 (Baldur Gauti) eða 856-5595 (Dagbjartur).
ATHUGIÐ: Mjög mikilvægt er að búið sé að panta miða á
réttum tíma svo nægur matur sé til handa öllum. Miðaverði verður
að venju stillt í hóf.
Sækja skal pantaða miða þriðjudag 30. janúar frá kl. 19 – 21,
föstudaginn 2. febrúar frá 19 – 21 eða laugardaginn 3. febrúar frá
kl. 11 – 13 í Þingborg. Eða eftir nánari samkomulagi hjá þeim sem
pantað er hjá.
ATHUGIÐ: Breytingar verða á rútumálum að þessu sinni.
Ákveðið hefur verið að bjóða ekki uppá rútu innifalda í miðaverði.
Við munum þó áfram bjóða uppá rútuferðir á blótið og verður
nánara fyrirkomulag þeirra ferða kynnt betur síðar á facebook-síðu þorrablótsins eins fljótt og hægt verður eða líka hægt að
kynna sér málið í miðapöntunarnúmerum.
Geymið auglýsinguna!
Góða skemmtun!
Þorrablótsdeild Umf. Þjótanda og skemmtinefnd
Sandvíkurhrepps