Opnir íbúafundir í tengslum við Áfangastaðaáætlun Suðurlands.
Vinna við mótun framtíðarsýnar ferðaþjónustu á Suðurlandi er á góðu skriði. Samfélagsmál brenna á íbúum og hagaðilum á svæðinu sem vilja að við vinnuna sé hugað að málum sem snerta náttúru, samfélagið og ferðaþjónustu. Opnir fundir verða á Suðurlandi í janúar og febrúar, þar sem íbúum gefst tækifæri til að koma sínum hugleiðingum á framfæri.
24. janúar: Austursvæði (Sveitarfélagið Hornafjörður), Nýheimum á Höfn, kl. 20:00
29. janúar: Miðsvæði (Vestmannaeyjar), Þekkingasetri Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum, kl. 17:00
31. janúar: Vestursvæði (Árnessýsla, Ásahreppur og Rangárþing ytra, Tryggvaskála á Selfossi, kl. 18:00
5. febrúar: Miðsvæði (Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur), Midgard á Hvolsvelli, kl. 20:00