Skötuveisla Umf. Þjótanda
Ylmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi segir í kvæðinu og svo
verður einnig í Þjórsárveri á Þorláksmessu þegar árleg Skötu-veisla ungmennafélagsins fer fram. Borðhald hefst kl 12 og
boðið verður upp á gæða skötu og saltfisk ásamt tilheyrandi
meðlæti. Kaffi og konfekt er innifalið í verði eins og alltaf.
Verðskráin er þessi:
Fullorðnir 2.500 kr.
Börn 6-12 ára 500 kr.
Yngri börn fá frítt
Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa góðu fjáröflunarsam-komu félagsins þar sem hægt er að fá smá frí frá jólastress-inu og snæða góðan mat með sveitungum og vinum.
Best er að hafa með reiðufé því posinn er oft hægvirkur þennan dag.
Stjórnin