21. desember, 2017

Jólaball í Þingborg 28. desember

Jólaball í Þingborg
Jólatrésskemmtun á vegum Kvenfélags Hraungerðishrepps verður í
Þingborg fimmtudaginn 28. desember kl.14. Guðlaug Dröfn
Ólafsdóttir og Stefán Þorleifsson sjá um tónlist.
Dansað verður í kringum jólatréð og heyrst hefur að rauðklæddir
sveinar ætli að koma og gleðja börnin.
Kvenfélagskonur munið eftir að hafa með ykkur bakkelsi.
Fjölmennum og takið með gesti.
Skemmtinefnd Kvenfélags Hraungerðishrepps.