Aðventukvöld Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps
Að þessu sinni munum við sameina okkar árlegu menningaferð og föndurkvöld í eitt aðventukvöld heima í Félagslundi þann 10.desember klukkan 20:00
stundvíslega. Við ætlum að snæða saman smárétti með rauðu og hvítu,
ylja okkur yfir kaffibolla með dásamlegum eftirrétt og horfa á myndasýningu frá gömlum og nýjum tímum í okkar starfi. Endilega mætið með ykkar gömlu
myndaalbúm eða koma með myndir á minnislykli.
Kostnaður verður 2500 kr. og biðjum við ykkur að mæta með pening.
Nú hvetjum við allar okkar kvenfélags konur að mæta og eiga saman reglulega notalegt aðventukvöld.
Jólakveðja skemmtinefnd
Margrét, Stefanía og Ingibjörg
Óskum eftir skráningu til okkar á netföng/síma:
maggavelli@hotmail.com /846 9287
eða ingamark8@gmail.com / 848 8079