11. október, 2017

Ungmennaráð – kynning í Þjórsárveri

Ungmennaráð Suðurlands ásamt Ungmennaráði Flóahrepps kynntu „Handbók ungmennaráða“ fyrir sveitarstjórn Flóahrepps og æskulýðs- og tómstundanefnd í Þjórsárveri í gærkvöldi.
Gaman að fá að fylgjast með þessum flottu krökkum og eiga samtal við þau. Við hvetjum fleiri ungmenni til þess að taka þátt í starfinu með þeim því þetta er klárlega vettvangur til áhrifa. Fylgist með auglýsingum frá þeim um ungmennahús og málþing. Sjá nánar um handbókina og ungmennaráð sveitarfélaganna á vef Sambands sunnlenskra sveitarfélaga: http://www.sass.is/ungmennarad/

Fleiri myndir eru á facebookvef sveitarfélagsins