Kynningarfundur á handbók ungmennaráða þann 10. október klukkan 19:00 í Þjórsárveri. Fulltrúar Ungmennaráðs Suðurlands kynna handbók ungmennaráða fyrir meðlimi sveitastjórnar Flóahrepps sem og öðrum áhugasömum. Handbók ungmennaráða er spennandi nýjung sem er ætluð til að auðvelda og skýra starf ungmennaráða um allt land. Hvetjum eindregið alla áhugasama til að mæta, fræðast um handbókina sem og störf ungmennaráða hér á landi.
Bestu kveðjur,
Agnes Björg Birgisdóttir