12. september, 2017

Útsvar – lið Flóahrepps keppir 15. september

Lið Flóahrepps keppir í Útsvarsþætti sjónvarpsins næsta föstudagskvöld. Keppendur okkar eru Helga Margét Höskuldsdóttir, Stefán Geirsson og Guðmundur Stefánsson. Ef næg þátttaka verður þá býður Flóahreppur upp á rútuferð til Reykjavíkur fyrir þá sem vilja mæta í sjónvarpssalinn og fylgjast með og styðja sitt lið. Klappliðið þarf að vera mætt klukkan 19:30. Sætapantanir þurfa að berast fyrir klukkan 13:00 fimmtudaginn 14. september á netfangið gudrun@floahreppur.is eða í síma 480 4370.