12. september, 2017

Tilkynning frá lögreglunni – tafir og lokanir 15. september


Föstudaginn 15. september næstkomandi má búast við töfum á umferð og lokunum vegna fjárrekstra á Þjórsárdalsvegi (32) frá því um klukkan 16:00 til 18:00.
Þjórsárdalsvegi verður lokað frá vegamótum við Skeiða- og Hrunamannaveg (30) að Árnesi á umræddum tíma og er lokunin gerð til að minnka slysahættu sem orsakasta hefur undanfarin ár samhliða stigvaxandi umferð um Þjórsárdalsveg. Vegfarendur eru beðnir um að haga ferðum sínum í samræmi við auglýsta lokun og sýna lögreglu og fjallmönnum skilning og biðlund á meðan lokun varir.