11. apríl, 2017

Vinnuskólinn – umsóknir

Vinnuskóli – umsóknir

Undirbúningur vinnuskólans er hafinn og mikilvægt að skráningar berist á réttum tíma. Skoðað verður hvort boðið verður upp á 2 vikur fyrir 7. bekkinga eins og í fyrra og veltur það á fjölda annarra umsókna. Ekki er því hægt að gefa ákveðið svar um það hvort yngsti hópurinn fær pláss fyrr en liggur fyrir hver aðsóknin verður hjá eldri hópunum. Flokkstjóri unglingavinnunnar verður eins og síðasta sumar,  Árni Geir Hilmarsson. Við hlökkum til að heyra frá ykkur og spennandi að sjá hvað margir flottir krakkar verða í fegrunar- og hreinsunarteymi Flóahrepps í sumar.

Umsóknareyðublöð fyrir þá sem óska eftir að starfa í vinnuskólanum er að finna á

heimsíðu sveitarfélagsins og skrifstofu Flóahrepps. Umsóknarfrestur er til 15. maí.

Stefnt er að því að bjóða upp á garðslátt og hirðingu gegn vægu gjaldi þar sem þess

verður óskað.

Meðfylgjandi er umsóknaeyðublað vegna vinnuskóla Flóahrepps sumarið 2017.

Prentið út og skilið undirrituðu á skrifstofu Flóahrepps fyrir 15.  maí 2017.

Umsókn um starf í vinnuskóla Flóahrepps