Skólaskákmót Suðurlands fer fram þriðjudaginn annan maí í Fischer-setrinu á Selfossi. Mótið hefst klukkan 16:00 og skulu keppendur mæta 15:45
Keppt verður í yngri flokki (1.-7. bekkur) og eldri flokki (8.-10) bekkur.
Umhugsunartími verður tíu mínútur á mann og fer umferðarfjöldi eftir fjölda þátttakenda.
Sigurvegari hvors flokks vinnur sér inn þátttökurétt á Landsmótið í skólaskák sem fer fram helgina 5. – 7. maí á Akureyri.
Skráningu skal senda á netfangið gunnar@skaksamband.is
Skráningarfrestur er til og með mánudeginum 2. maí.