14. mars, 2017

Starfamessa – FSu

Starfamessan – Samstarfsverkefni Atorku, FSU og SASS

 

Starfamessan er eitt áhersluverkefna sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).

Verkefnið er unnið með stuðningi og í samstarfi við Atorku – samtök atvinnurekenda á Suðurlandi. Verkefnið miðar

að því að kynna fyrir nemendum 9. og 10. bekkjar grunnskóla og nemendum á 1. og 2. ári í framhaldsskólum á

Suðurlandi störf á sviði iðn-, verk- og tæknigreina og starfsumhverfi og fyrirtæki í landshlutanum þar sem fólk

með slíka menntun starfar.

Áhersla er lögð á að nemendur öðlist innsýn í áðurnefnd störf og auk þess er verið að upplýsa um mögulegar námsleiðir.

Kynnendur eru um 30 talsins og búist er við hátt í 2.000 gestum.

Starfamessan er nú haldin í annað sinn en var fyrst haldin á vordögum árið 2015.

Verkefnisstjóri Starfamessunar er Ingunn Jónsdóttir ráðgjafi og verkefnastjóri á vegum SASS.

Starfamessan er opin gestum milli kl. 16 og 18 í dag og hvetjum við sem flesta til mæta.