Jólatónleikar í Villingaholtskirkju 14. desember kl 20.30
Söngkonurnar Karitas Harpa og Kolbrún Lilja munu fara um allt
Suðurland á aðventunni og halda notalega tónleika fyrir alla
fjölskylduna. Þær eru báðar mikil jólabörn og vilja veita öllum tækifæri
á að upplifa hátíðarstemningu. Á efnisskránni eru jólalög úr öllum áttum
sem vekja sannarlega hinn rétta jólaanda í brjóstum gesta. Með þeim
verður undirleikarinn Hörður Alexander. Aðgangseyrir er undir hverjum
og einum komið. Hlökkum til að sjá þig á persónulegum og hátíðlegum
jólanótum.
Kæru sveitungar, við hvetjum ykkur til að láta þessa jólatónleika ekki
fram hjá ykkur fara. Enginn aðgangseyrir, en tekið við frjálsum
framlögum.