Fulltrúar frá Orkusölunni mættu á skrifstofuna til okkar í dag og færðu Flóahreppi rafhleðslustöð fyrir bifreiðar að gjöf. Hleðslustöðinni verður fundinn góður staður þar sem íbúar og aðrir notendur geta fengið fulla hleðslu á bíla sína á aðeins 10 mínútum og greitt fyrir með korti. Orkustöðin færir öllu sveitarfélögum í landinu eina stöð þeim að kostnaðarlausu. Með þessu vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til þess að stuðla að umhverfisvænni lífsstíl.