Myndin er af Elínu Höskuldsdóttur við glæsilegt kökuborðið á bazar kvenfélaganna.
Kvenfélögin í Flóahreppi hafa síðast liðin 2 ár unnið hörðum höndum að undirbúningi fyrir basar sem haldinn verður í Þingborg laugardaginn 5. nóvember n.k. kl. 13.00 til 17.00.
Nú ætlum við að styrkja Skammtímavistun í Álftarima 2 á Selfossi. Þar bráðvantar sérhannað sjúkrarúm , en rúmið kostar rúmlega eina milljón króna. Hlutverk skammtímavistunarinnar er að létta álagi af fjölskyldum, vera afþreying og tilbreyting fatlaðra barna, ungmenna og fullorðinna sem búa í heimahúsum. Lögð er áhersla á eflingu athafna daglegs lífs og félagsfærni.
Að venju verða kvenfélögin með vandað handverk til sölu, bæði til nytja og skrauts, m.a. heklaðar bjöllur, bjölluseríur, hjörtu, jólatré með seríum,prjónaða sokka, vettlinga, húfur, peysur, jólakúlur, jólabjöllur, þæfðar seríur og fleira og fleira.
Dýrindis kökubasar eins og kvenfélagskonum einum er lagið að útbúa verður á staðnum, marengstertur, kleinur, flatkökur, brauð og kökur, jólasultur,pestó, krækiberjasaft og svo verðum við með vöfflur og kaffi til sölu.
Myndin er af Elínu Höskuldsdóttur við glæsilegt kökuborð að hætti kvenfélaganna í Flóahreppi
Öll innkoma rennur óskipt til kaupa á rúminu og við tökum bæði á móti peningum og greiðslukortum.
Við vonumst til að ÞÚ sjáir þér fært að mæta og hjálpa okkur að safna fyrir þessu bráðnauðsynlega rúmi fyrir Skammtímavistunina Álftarima 2 á Selfossi.
Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, kvenfélag Hraungerðishrepps,
kvenfélag Villingaholtshrepps