Menningarnefnd Flóahrepps
Fyrirhugaðar eru breytingar á nefndum í Flóahreppi um næstu áramót. Rekstarstjórn félagsheimilanna verður lögð niður í þeirri mynd sem hún hefur verið og hluti af verkefnum hennar færð til nýrrar nefndar Menningarnefndar.
Flóahreppur auglýsir eftir áhugasömum íbúum í Flóahreppi, sem eru tilbúnir að gefa kost á sér í Menningarnefnd Flóahrepps sem ráðgert er að taki til starfa um áramótin 2016 – 2017. Nefndin verður þriggja manna og mun hafa yfirumsjón með viðburðunum „Fjör í Flóa“ og „Tónahátíð“ eða sambærilegum verkefnum, í samvinnu við starfsmenn Flóahrepps.
Áhugasamir vinsamlega látið vita af ykkur á netfangið floahreppur@floahreppur.is fyrir 1 desember n.k.
Nánari upplýsingar hjá sveitarstjóra Flóahrepps.