Til upplýsingar
Vegna bilunar sem varð í dælukerfi vatnsveitunnar í fyrrinótt tæmdist forðageymir veitunnar nánast alveg. Grugg af botni hans barst inní lagnirnar og er vatnið því örlítið gruggugt á sumum leggjum. Viðgerðum er lokið og þess beðið að óhreina vatnið renni út af lögninni. Það ætti að klárast í dag.
Sveitarstjóri Flóahrepps