Stefán Geirsson formaður rekstrarstjórnar félagsheimilanna í Flóahreppi setti hátíðina Fjör í Flóa formlega í dag í Félagsheimilinu Þingborg. Að lokinni setningunni var flutt fallegt tónlistaratriði. Þar var einnig tilnefndur íþróttamaður Flóahrepp og Menningastyrk Flóahrepps úthlutað. Þrjú verkefni skiptu styrknum á milli sín að þessu sinni. Tónlistarsalut í Tré og list, Íslenska lopapeysan í nútíð og framtíð peysusamkeppni á vegum Þingborgarhópsins og Mál og læsisstefna Flóahrepps sem unnin verður af læsishópi Flóaskóla og Krakkaborga.Kaffiveitingar voru í boðii Flóahrepps. Dagskráin heldur áfram á laugardag og sunnudag. Sjá neðar á heimasíðunni.