Þrettándagleði Umf. Þjótanda verður haldin í Félagslundi föstudagskvöldið
8. janúar og hefst samkoman kl 20:00. Gleðin hefst á stuttum leikþætti úr
smiðju ungmenna félagsins, síðan verður spilað bingó og hátíðin endar á
flugeldasýningu.
Miðaverð á samkomuna er 1000kr fyrir 12 ára og eldri, 500kr fyrir 6-11 ára
og fimm ára og yngri fá frítt inn. Innifalið í miðaverði er eitt bingóspjald á
mann en auka spjöld kosta 500 kr. Sjoppa verður á staðnum.
Fjölmennum nú á þennan fyrsta stórviðburð Umf. Þjótanda og kveðjum
jólin á viðeigandi máta!
Skemmtinefnd