Athugið að á nýútgefnu sorhiðudagatali hefur gleymst að setja inn fyrsta hirðingardag ársins á gráu tunnunni á efra svæði. Engin breyting hefur orðið á losunartíðninni. Innihald gráu tunnunnar er áfram losað á 4 vikna fresti. Örlítil seinkun var á losuninni eins og kom fram fyrir jólin, bæði vegna bilana og ófærðar en unnið er í því að ná aftur réttri rútínu. Samkvæmt upplýsingum frá verktökunum er tæmingu á grátunnu lokið á efra svæðinu.
Sveitarstjóri Flóahrepps