Mikil ófærð hefur verið í sveitarfélaginu undanfarna daga og veðurútlit slæmt.
Set inn hér fyrir neðan tilvitnun í samninginn sem er í gildi um snjómokstur á vegum til skýringar.
Tilvitnun í 2. grein samningsins sem í gildi er um snjómokstur milli verktaka, sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.
„Verktaki skal framkvæma snjómokstur á tengivegum í sveitarfélaginu samkvæmt meðfylgjandi lista. Verktaki skal hafa opnað neðangreindar leiðir fyrir klukkan 7 að morgni þá daga sem mokað er. Verktaki skal fylgjast með því í samráði við sveitarfélagið hvort þörf er á moksri. Telji verktaki/sveitarfélagið þörf á að moka skal hafa samband við Vegagerðina og fá samþykki fyrir mokstri. Meðan á mokstri stendur skal verktaki vera í góðu sambandi við vaktmannn hjá Vegagerðinni og miðla upplýsingum um færð og veður.
Meginmarkmið snjómoksturs er að koma börnum í skólann á réttum tíma og greiða um leið akstursleiðir þeirra sem þurfa til vinnu. Einnig að tryggja það að mjólkurbílar komist að þeim bæjum þar sem stunduð er mjólkurframleiðsla. Ef snjór er það mikill að erfiðlega gengur að opna vegina skal Vegagerðin hafa rétt til þess að koma með fleiri tæki til þess að flýta mokstri. Ekki er mokað þegar veður er þannig að fenni jafnóðum í för.“
Sveitarstjóri Flóahrepps