Óvenju mikill jafnfallinn snjór, um 40 cm var á öllum vegum í Flóahreppi í morgun. Snjómokstur hefur því gengið hægar en venjan er en allir verktakarnir eru búnir að vera á svæðinu síðan í nótt. Davíð sem sinnir efri hlutanum er nú klukkan 13.15 að ljúka mokstri í Laugadælahverfi. Eiríkur fór niður Urriðafossveg og er að opna heim að Lækjarbakka á vesturleið, tekur síðan Hamarsveg. Brynjólfur er að ljúka mokstri á Vorsabæjarvegi og Gegnishólavegi.