Kökubasar í Þingborg til styrktar Brunavörnum Árnessýslu
Laugardaginn 5. desember verður kökubasar í Þingborg frá kl. 13.00 til 17.00.
Nú líður að jólum og verða helstu og bestu jólakökur úr fórum okkar kvenfélagskvenna til sölu, s.s. lagtertur, flatkökur, tertur, smákökur, sultur o.fl.
Einnig munum við selja kaffi, kakó og vöfflur á góður verði.
Kynningar verða á 2 bókum sem Sunnlenska bókakaffið gefur út, en Páll Benediktsson kynnir bók sína, Loftklukkan, en hún er ættarsaga höfundar og bernskuminningar. Einnig mun Harpa Rún Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur lesa úr bókinni „Ljóð og líf Helgu á Grjótá“. Skáldkonan var ævilangt vinnukona á Grjótá í Fljótshlíð. Einnig verður Bókakaffið með bækur til sölu.
Síðan mun Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir ung stúlka í Lambhaga, kveða og syngja fyrir okkur með aðstoð móður sinnar, Margrétar Hörpu Guðsteinsdóttur.
Allur ágóði af basarnum og kaffisölunni mun renna til kaupa á sjálfvirku hjartastuðtæki fyrir Brunavarnir Árnessýslu, en hjartastuðtækin hafa oft sannað sig með björgun mannslífa en Brunavarnir eiga aðeins 2 stuðtæki, en 24 bifreiðar.
Við hlökkum til að sjá þig og munum taka vel á móti þér.
ATH sveitungar góðir, ágóði af innkaupapokunum mun renna til Flóaskóla, til kaupa á hlutum sem þeim vantar, og verður nánar greint frá því síðar.
Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Kvenfélag Hraungerðishrepps, Kvenfélag Villingaholtshrepps