Sveitarstjórn Flóahrepps hefur tekið ákvörðun um að sveitarfélagið skipuleggi akstur frá Flóaskóla á Selfoss alla daga vikunnar.
Gert er ráð fyrir að foreldrar greiði kr 500 á einstakling pr ferð. Innheimt verður í einu lagi í lok hvers mánaðar.
Foreldrar/forráðamenn þurfa að skila meðfylgjandi umsóknareyðublaði útfylltu á skrifstofu Flóahrepps áður en hægt er að nýta þjónustuna.
Aksturinn hefst mánudaginn 7. desember og verður í boði, desember, janúar og febrúar til reynslu. Að þeim tíma loknum verður málið skoðað aftur og reynslan metin.
Umsókn um akstur í frístundir á Selfoss eða Þingborg að loknum skóladegi í Flóaskóla