Stofnfundur Ungmennafélagsins Þjótanda í Flóahreppi mun fara fram
mánudagskvöldið 16. nóvember kl 20:30 í Félagslundi.
Nýja ungmennafélaginu er ætlað að taka við verkefnum félaganna Umf.
Baldurs, Umf. Samhygðar og Umf. Vöku sem hingað til hafa starfað í
hreppnum. Það er okkar von að nýtt félag skapi betri vettvang fyrir hverskyns
félags- og íþróttastarf í sveitarfélaginu. Við hvetjum alla, jafnt unga sem
aldna, til að mæta á þennan sögulega fund og verða þar með stofnfélagar í
nýju ungmennafélagi.
Á fundinum mun undirbúningsnefnd leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórn
sem mun starfa fram að fyrsta aðalfundi félagsins, en hann mun fara fram í
byrjun næsta árs.
Við óskum hér með eftir fólki sem hefur áhuga á að taka sæti í þessari fyrstu
stjórn eða nefndum félagsins og taka þátt í uppbyggingarstarfi nýs félags. Þeir
sem hafa áhuga geta haft samband við formenn ungmennafélaganna fyrir 8.
nóvember næstkomandi:
Stefán- stegeir@hotmail.com,
Guðmunda-gudmunda89@gmail.com
Baldur- ballroq@hotmail.com.
Þar sem búið verður að stilla upp bráðabirgðastjórn fyrir fundinn þarf enginn
að óttast það að vera kosinn óvænt í stjórn.
Undirbúningsnefnd