Góð umræða og gagnleg var á kynningarfundi um lýsingu á nýju aðalskipulag Flóahrepps sem haldinn var 23. nóvember í Þingborg. Um 40 íbúar mættu á fundinn. Íbúum gafst kostur á að rýna í kort og koma með ábendingar m.a. varðandi landnotkun og samgöngur. Fulltrúar Steinsholts sf. Gísli Gíslason og Ingibjörg Sveindóttir fóru yfir áherslur og skýrðu m.a. hugtök og litanotkun á kortum.
Meðfylgjandi er tengill inn á glærurnar sem Gísli Gíslason sýndi og talaði útfrá á kynningunni.