Hraðmót HSK í blaki kvenna
Keppnislið Þjótanda átti í fyrsta sinn keppnislið í blaki kvenna á HSK
móti þegar þær kepptu á Hraðmóti HSK sem fram fór á Flúðum 13.
október síðastliðinn. Tíu lið mættu til leiks og vegna fjölda liða var spilað
eftir monrad kerfi líkt og í skákinni. Þjótandakonur náðu að standa vel í
liðunum sem þær kepptu við en náðu þó ekki að sigra neina viðureign að
þessu sinni. Þessi ferð Þjótandakvenna mun svo sannarlega fara í
reynslubankann og vonandi að blaklið Þjótanda muni halda áfram að
senda lið á mót.
Fyrir áhugasama þá æfir liðið í Þingborg á þriðjudagskvöldum frá kl. 20-21:15. Allar hressar konur velkomnar að slást í hópinn.