Snyrtilegasta sveitarfélag Íslands?
Flóahreppur, í samstarfi við atvinnu- og umhverfisnefnd ásamt félagasamtökum í sveitarfélaginu, hefur ákveðið að fara af stað með umhverfisátak meðal íbúa og annarra sem bera ábyrgð á landi og öðrum eignum í Flóahreppi. Markmið verkefnisins er að bæta umgengni og ásýnd sveitarfélagsins á eftirtektarverðan hátt. Verkefninu verður fylgt eftir með samstilltu átaki sveitarfélagsins, íbúa og landeigenda, félagasamtaka og sorphirðuaðila og verður því skipt niður í mánaðarleg átaksverkefni sem auglýst verða í Áveitunni og á heimasíðu Flóahrepps, sem og á samfélagsmiðlum.
Fylgist því vel með!