Í tilefni af „Degi íslenskrar náttúru“ 16. september færir Flóahreppur öllum heimilum í Flóahreppi að gjöf fjölnota innkaupapoka. Með þessu vill sveitarfélagið vekja athygli á ábyrgð okkar allra á umhverfi og náttúru og nauðsyn þess að minnka plastnotkun.
Meðfylgjandi er bæklingur sem hefur verið póstlagður og sendur á hvert heimili í sveitarfélaginu ásamt fjölnota innkaupapoka.
Innkaupapokarnir voru hannaðir og saumaður af félögum í kvenfélögunum þremur í Flóahreppi. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir skemmtilegt samstarf.
Fjolnotapokibækl fyrir heimasíðuna
Með góðri kveðju frá Flóahreppi,
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri