Hinn árlegi ungmennafélagsreiðtúr verður farinn sunnudaginn 23. ágúst næstkomandi. Hittast á við Þjórsárver kl. 13:30 og ríða sem leið liggur að Egilsstaðakoti. Þaðan verður riðið nýlega opnuð reiðleið yfir hagann að Hurðarbaki. Á hlaðinu verður reiðmönnum boðið uppá kaffi og með því. Að kaffi loknu munu allir ríða aftur til síns heima. Allir eru hjartanlega velkomnir í ferðina jafnt börn sem fullorðnir.