Þessar fallegu ljósmyndir tók Ólafur í Forsæti úr flugvélinni sinni núna í sumar á fallegum degi og sendi til okkar.
Fyrsta myndin er af Flóaskóla og Þjórsárveri og í baksýn sést uppbygging Ferðaþjónsubændanna í Vatnsholti. Hinar tvær eru af Egilsstaðahverfinu og Forsæti. Á öllum þessum stöðum er starfrækt ferðaþjónsuta í einhverri mynd. Tjaldstæðin í Þjórsárveri eru leigð út til Ferðaþjónustunnar í Vatnsholti. Í Egilsstaðahverfinu er rekin hestaleiga og þar er ferðamannafjárhús ásamt sumarhúsum í útleigu. Í Forsæti er safnið „Tré og list“ til húsa. Tilvalið er að gera sér ferð í Flóann og heimsækja þessa staði. Bestu þakkir Ólafur fyrir myndirnar.