Skrifað undir samning vegna Gömlu Þingborgar.
Í vetur hafa staðið yfir samningaviðræður milli Flóahrepps og Þingborgarhópsins um leigu á Gömlu Þingborg, en Þingborgarhópurinn hefur haft bækistöðvar í húsinu frá upphafi. Í núverandi samningi er gert ráð fyrir að hópurinn hafi til afnota sal, svið, forstofuherbergi og kembiherbergi ásamt geymslum undir súð og aðgegni að sameiginlegu rými. Húnæðið er leigt til sölu og markaðssetningar á ullarvöru og öðru handverki. Samningurinn felur í sér að Þingborgarhópurinn, tekur auk leigugreiðslu að sér húsvörslu og umsjón í húsinu ásamt ræstingu á sameiginlegu rými. Auglýst hefur verið eftir leigjendum sem gætu nýtt rými í kjallara hússins til sölu og markaðsstarfs.