Þrír frá Þjótanda á Íslandsglímu
Þau Guðrún Inga Helgadóttir, Hanna Kristín Ólafsdóttir og Stefán Geirsson eru öll skráð til leiks í Íslandsglímunni sem fer fram á Reyðarfirði 11. apríl. Sama dag fer fram grunnskólamót Íslands og sveitaglíma. Einnig verður haldið upp á 50 ára afmæli Glímusambands Íslands við þetta tækifæri.