Aðalsafnaðarfundur Gaulverjabæjarsóknar verður haldinn í Félagslundi miðvikudagskvöldið 18. mars og hefst kl. 20:30. Venjulega aðalfundarstörf, m.a. eru reikningar kirkju og kirkjugarðs lagðir fram, kosningar. Auk þess verður til umræðu á fundinum tillaga Biskupafundar um sameiningu Eyrarbakkaprestakalls og Þorlákshafnarprestakalls. Einnig mun sóknarnefnd Gaulverjabæjarkirkju bera upp þá tillögu á fundinum, að Gaulverjabæjarsókn verði færð undir Selfossprestakall.
Mikilvægt er að sem flest sóknarbörn komi á fundinn og taki þátt í umræðum um þessar tillögur og afgreiðslu þeirra.
Kaffi og meðlæti verður borið fram á fundinum
Sóknarnefnd.